á endalausu ferðalagi...
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll ![]() |
![]() Þeir félagar Viktor Daði og Alejandro Egill hafa heldur betur breyst á þessu ári. En að öðru. Núna er loksins komið vor aftur og við fjölskyldan erum að fara gera garðinn okkar fínan. Nota góða veðrið og nýja fína krókinn sem að við vorum að setja á bílinn okkar. Í dag er líka síðasti dagurinn sem að við erum á vetratíma. Jamms í nótt færum við klukkuna fram um klukkustund. Jæja sonurinn vaknaður. Heyri í ykkur seinna. Þóra ferðalangur Þóra skrifaði. Miðvikudagur til mæðu.... var það ekki eithvað svoleiðis sem það heit nú í vísunni??? Annars er bara æðislegt að vera til í vorinu sem er úti. Maður reynir eftir fremsta megni að vera úti með litlu músina. Er meira að segja að velta fyrir mér að láta verða af því að kaupa mér árskort í dýragarðin hérna í Odense. Ég held að það ætti að vera gaman fyrir okkur Viktor. Ég gæti nú trúað að Gústi á nú eftir að koma líka með okkur, kanski að hann ætti líka að fá sér árskort. Hugsið ykkur heill dagur í dýragarðinum, skoða dýrin og leika sér. Muna bara eftir sólavörn og nestinu. Annars voru að koma drög af próftöflunni minni lítur út fyrir að vera til 21. júní í prófum!!! Spenandi finnst ykkur ekki. Læt þetta duga í bili. Ég ætlaði að setja inn mynd að litlu músinni en bloggerinn kom alltaf með villuboð. Þannig að ef fólk vill sjá hvernig hann lítur út í dag þá er bara að skoða síðuna hans á barnalandi. Þóra ferðalangur Þóra skrifaði. Vorið er komið og grundirnar gróa..... Ójá ég held nú það (ég vona það allavega). Núna er hitastigið að stíga í kringum 10° og sólin er farin að verma þar sem hún skín. Mér finnst þetta bara vera skemmtilegasti tíminn og ekki spillir að búa í útlöndum þar sem að það vorar fyrr og endist lengur enn á Íslandi. Annars erum við búin að eiga fína helgi við fjölskyldan. Í gær kíktum við til Flensburgar, alltaf gaman að kíkja þangað og í dag í góða veðrinu fórum við í koloni garðinn okkar að vinna. Viktor var bara hinn hressasti í garðvinnu og passaði upp á að jafna út garðinn og rífa upp gras fyrir okkur. Ég verð nú að segja það að miðað við pottinn sem var í garðinum í dag, þá lítur sumarið bara vel út og að það verði nauðsynlegt að eiga litla sundlaug til að kæla sig niður!! Þóra ferðalangur Þóra skrifaði. Jæja er ekki nóg að blogga einu sinni í viku??? Það er ágætt að nota frímínúturnar til að setja inn nokkrar línur. Í síðustu viku varð Viktor veikur þannig að það varð ekkert úr því að ég færi í sögu á föstudaginn. Vildi frekar vera heima hjá litlu músinni. Viktor var nú svo heppinn að hafa báða forelrana sína heima með sér á meðan hann var veikur. Svo kom vorið á sunnudaginn. Jamms með sól og 10°. Við Gústi drifum okkur í að taka til á meðan Viktor svæfi. Ég tók gluggana að innan og þurrkaði af á meðan Gústi tók gluggana að utan og ryksugaði bílinn og tók rúðurnar. Viktor greyið langaði svo mikið út að við ákváðum að fara bara i smá bíltúr með hann, bíllinn var hvort sem er heitur út af allri sólinni sem skein á okkur. Við fórum og keyrðum um norður Fyn. Rosalega gaman. Mér finnst nú alltaf gaman að fara í bíltúra svo það er kannski ekki að marka. Svo hofst þessi skólavika með sínum heimalærdómi og fyrirlestrum. Ég þurfti nú að vísu að finna mér tannlækni í gær. Úff ég fékk nefnilega tannpínu á mánudagskvöld og svaf voðalega lítið út af þessari tönn sem var að stríða mér. Ég var oðrin svo stressuð að fara til tannlæknisins að ég fann ekki lengur fyrir tönninni og hafi enga matarlist. En hún tannlæknir hafði stórann skilning á því að ég væri frekar mikið smeyk við hana og hennar starfsfélaga að það lá við að hún benti mér á sleikjóskúffuna og saði að ég mætti fá einn því að ég væri búin að vera svo dugleg. Núna vill hún ekki sleppa mér því að það eru nokkrar holur enn í muninum mínum sem hún vill laga og fá mig í mjög regluglegt eftirlit svo að það þurfi ekki að gera neinar stórar aðgerðir. Það er nú bara jákvætt!! Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|